Boðið verður upp á auka fjarfund miðvikudaginn 27. september kl. 14.00. Þar verður farið yfir það helsta sem þarf að hafa í huga síðustu daga fyrir fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í 4. bekk.
Menntamálastofnun hefur staðið fyrir reglulegum fjarfundum síðustu vikurnar. Þar hafa sérfræðingar haldið stutta kynningu en að henni lokinni hefur þátttakendum gefist kostur á að senda inn fyrirspurnir. Fundirnir eru hugsaðir fyrir þá sem koma að undirbúningi, framkvæmd og fyrirlögn samræmdra könnunarprófa.
Áhugasamir sendi tilkynningu um þátttöku á netfangið [email protected].