1. Forsíða
  2. Aukin gæði skólastarfs í kjölfar skimana

Aukin gæði skólastarfs í kjölfar skimana

Í haust voru fjórar HLJÓM-2 vinnustofur haldnar vítt og breitt um landið. Á vinnustofunum var fjallað um mikilvægi þess að rýna í niðurstöður HLJÓM-2 skimunar. Einnig var farið yfir hvernig hægt er að nýta þær til að koma til móts við einstaklingsþarfir og þar með auka gæði leikskólastarfsins með markvissum aðgerðum. Frábær þátttaka var á vinnustofunum og nýttu fjölmargir kennarar tækifærið og ræddu hagnýt ráð við íhlutun í kjölfar skimana.  

Kraftur og vinnusemi einkenndi öflugan hóp leikskólakennara þar sem þátttakendur miðluðu hugmyndum sínum og ráðum um hvernig hægt er að vinna markvisst með hina ýmsu þætti hljóðkerfisvitundar. Hugmyndunum um aðgerðaáætlanir og árangursríkar leiðir í starfi var safnað í hugmyndabanka sem þátttakendur fá aðgang að. Þá munu erindi vinnustofanna verða birt á vef Menntamálastofnunar innan tíðar ásamt hugmyndabankanum góða sem er afrakstur allra vinnustofanna.

          

          

skrifað 24. OKT. 2018.