Haldið verður málþing um börn, lestur og mikilvægi barnabóka í lestrarleikni barna þann 4. október nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að málþinginu standa Samtök íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Menntamálastofnun. Allir velkomnir.
Með eflingu þeirra og auknu framboði af vönduðum, áhugavekjandi og skemmtilegum bókmenntum fyrir börn er hægt að lyfta grettistaki í að viðhalda tungumálinu og efla lestur meðal barna. Á málþinginu verða þessi mál rædd, stuðningur við greinina skoðaður frá ýmsum hliðum og lestrarhvetjandi verkefni í skólum landsins og víðar sem skilað hafa góðum árangri kynnt.
Dagskrá:
Fundarstjóri, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, opnar þingið.
Barnabókin á tímum sífelldra truflana - Margrét Tryggvadóttir, barnabókahöfundur.
Staða skólasafna á Íslandi - að koma barnabókum til lesenda sinna - Dröfn Vilhjálmsdóttir frá skólabókasafni Seljaskóla.
Töfrar í læsi – Þjóðarsáttmáli um læsi og hvernig við komumst í lestrarstuð - Andrea Anna Guðjónsdóttir og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir frá Menntamálastofnun.
Að gefa út barnabækur á Íslandi - Marta Hlín Magnadóttir frá FÍBÚT.
Sögur - Sindri Bergmann Þórarinsson frá KrakkaRÚV kynnir drög að læsiseflingu sem endar með nýrri verðlaunahátíð.
Kl. 15.15 Hlé
Yndislestur- lestrarhvetjandi verkefni á landsvísu og árangur þeirra
Pallborð undir stjórn Margrétar Tryggvadóttur.
Þátttakendur:
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness.
Kolfinna Njálsdóttir frá Fræðslusviði Reykjanesbæjar.
Örerindi:
Örkynning á Læselyst - danska þjóðarsáttmálanum um læsi - Margrét Ólöf Halldórsdóttir.
Að lokum - Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og leikari.
Það er von okkar að allir sem koma að menntun barna, gerð bóka eða annars efni fyrir börn; rithöfundar, útgefendur, kennarar, skólastjórnendur, bókasafnsstjórar og stjórnmálamenn komi og hlusti ... og læri!