Innlit í væntanlegt námsefni
Tvisvar á ári, að vori og að hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt á fésbókarsíðu Menntamálastofnunar undir yfirskriftinni Bókablikk. Þar má sjá umfjöllun og sýnishorn úr efninu.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Kveikjur fyrir skapandi skólastarf er væntanleg til útgáfu 31.október 2018
Höfundur: Vigdís Hlíf Sigurðardóttir
Námsefnið samanstendur af kveikjum, sem eru hugmyndir fyrir rannsókn, dýpkun, úrvinnslu, faglegt samhengi og umræður. Hægt er að setja kveikjurnar í samhengi við fjölbreytt viðfangsefni, á getustigi og áhugasviði hvers og eins.
Tilgangur þess að nota kveikjur í skólastarfi er fyrst og fremst að vekja áhuga nemenda á hugmyndavinnu og sjálfstæðri sköpun auk þess að gera þá forvitna um viðfangsefnið.
Verkefnin skiptast í línur, form, liti og áferð en þeir flokkar skarast allir. Þessi flokkun er sett fram til einföldunar og eiga flest verkefnin heima í fleiri en einum flokki.