1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Innlit í væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og að hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt á fésbókarsíðu Menntamálastofnunar undir yfirskriftinni Bókablikk. Þar má sjá umfjöllun og sýnishorn úr efninu.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fólk á flótta er væntanleg til útgáfu 31. október 2018.

Höfundar: Pálína Þorsteinsdóttir og Úlfhildur Ólafsdóttir 
Myndskreytir: Karl Jóhann Jónsson

Fólk á flótta er þemahefti í bókaflokknum Sögugáttin. Í bókinni er reynt að varpa ljósi á stöðu flóttafólks á 21. öldinni. Meginþemað er saga af flótta fjölskyldu frá Sýrlandi til Íslands. Sagan er skáldsaga en byggð á heimildum. Málefni flóttafólks eru til skoðunar í þessu þemahefti og nemendur velta fyrir sér spurningum eins og: Hvaðan kemur flóttafólk? Hvert fer það og hvernig? Hvað tekur fólkið með sér? Hvernig fer það á milli landa? Einnig er fjallað um mannúðarsamtök sem styðja við flóttafólk og líf í flóttamannabúðum. 

Hér má sjá brot úr bókinni.

skrifað 29. OKT. 2018.