1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

 

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar. Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 6. nóvember 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Refurinn kemur út 6. nóvember

Refurinn tilheyrir lestrarbókarflokknum MIlli himins og jarðar þar sem markmiðið er að virkja áhuga nemenda til lestrar. Í bókinni eru fræðitextar um refinn og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja forvitni og áhuga. Myndasögur, kvæði og þjóðsögur koma einnig fyrir. Neðst á hverri blaðsíðu eru spurningar til þess ætlaðar að straldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar í refaskotti leiða nemandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni. Bókin kemur einnig út sem rafbók og hljóðbók. 

Smellið á bókina til að sjá sýnishorn.

skrifað 01. NóV. 2019.