1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar. Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 6. nóvember 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Íslendingaþættir koma út 6. nóvember

Nokkrir valdir Íslendingaþættir hafa verið gefnir út í sama flokki og Íslendingasögurnar Gísla saga, Laxdæla og Kjalnesinga saga. Ragnar Ingi Aðalsteinsson endurskrifaði texta, gerði verkefni og orðskýringar. Sá háttur er hafður á að fyrstu fjórir þættirnir eru birtir í tveimur misþungum útgáfum. Með þessu móti er reynt að koma til móts við lesendur með mismunandi lestrargetu.

Smellið á bókina til að sjá sýnishorn.

skrifað 04. NóV. 2019.