1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Bókin Humlur er skemmtileg viðbót við bókaflokkinn Milli himins og jarðar. Um er að ræða lestrarbók með áhugaverðum fróðleik um humlur og býflugur. Mikið er lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar á fluguvæng leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast eru nokkur verkefni. Bókin kemur líka út sem rafbók og hljóðbók.

Höfundur: Harpa Jónsdóttir
Teiknari: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson

Smellið á bókina til að skoða sýnishorn

              

 

skrifað 28. APR. 2021.