1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Þriðja bókin um Stærðfræðispæjarana er farin í prentun og verður tilbúin fyrir haustið. Líkt og með Stærðfræðispæjarar 1 og 2 er bók 3 byggð upp á köflunum Tölur, Form, Reikningur, Mælingar, Tölfræði og hnitakerfi. Áfram er svo unnið með Spæjarabókaverkefni og Af borði á gólf. Námsefninu fylgja góðar og innihaldsríkar kennsluleiðbeiningar með ýmiskonar fróðleik, leiðbeiningum og fleiri stærðfræðiverkefnum með hugmyndum að samþættingu við aðrar námsgreinar.

Höfundar: Bryndís Stefánsdóttir og Elín Margrét Kristinsdóttir
Myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Smelltu á bókina til að skoða sýnishorn

 

skrifað 12. MAí. 2021.