1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Dimmi-mói er lestrarbók á 2. þyngdarstigi í flokki smábóka. Bókin er ríkulega myndskreytt og styðja myndir vel við textann. Á hverri opnu eru tekin út orð sem gott er að æfa sérstaklega áður en nemendur lesa textann. Neðst á hverri síðu eru spurningar um efni sögunnar þar sem reynir á skilning og ályktunarhæfni. Bókin kemur einnig út sem rafbók.

Hér er á ferðinni spennandi saga um Gunnu, átta ára stúlku sem býr í sveit. Hún kemst í kynni við álfa sem þarfnast hjálpar við að aflétta álögum sem grimm norn hefur lagt á móann í sveitinni.

Höfundur: Kristín Þórunn Kristinsdóttir
Teiknari: Árni Jón Gunnarsson

Smelltu á bókina til að skoða sýnishorn

skrifað 22. JúN. 2021.