1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Risaeðla á róló er lestrarbók á 2. þyngdarstigi í flokki smábóka. Bókin er ríkulega myndskreytt og styðja myndir vel við textann. Á hverri opnu eru tekin út orð sem gott er að æfa sérstaklega áður en nemendur lesa textann. Neðst á hverri síðu eru spurningar um efni sögunnar þar sem reynir á skilning og ályktunarhæfni. Bókin kemur líka út sem rafbók.

Hér er á ferðinni skemmtileg saga um strákinn Daða sem finnur loks einhvern til að leika við þegar hann kynnist óvænt risaeðlu á róluvelli. Risaeðlan Dídí tekur upp á ótrúlegum hlutum og Daði þarf ekki lengur að láta sér leiðast.

Höfundur: Kristín Þórunn Kristinsdóttir
Teiknari: Guðmundur Ágúst Ágústsson

Smelltu á bókina til að skoða sýnishorn

 

skrifað 24. JúN. 2021.