1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Innlit í væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og að hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt á fésbókarsíðu Menntamálastofnunar undir yfirskriftinni Bókablikk. Þar má sjá umfjöllun og sýnishorn úr efninu.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Geimurinn er væntanleg til útgáfu 31. október 2018 

Höfundur: Snævarr Guðmundsson
Myndskreytir: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Geimurinn er lestrarbók í flokknum Heimur í hendi fyrir nemendur á mið- og unglingastigi. Í bókinni er m.a. skoðað hvernig fólk hefur nýtt sér stjörnur til að búa til tímatal og siglt yfir úthöfin hér áður fyrr. Farið er um borð í geimstöð og þeirri spurningu er velt upp hvort líf sé á öðrum hnöttum. Aftast eru orðskýringar og fjölbreytt verkefni.

Hér má sjá brot af bókinni.

skrifað 30. OKT. 2018.