1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Innlit í væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og að hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt á fésbókarsíðu Menntamálastofnunar undir yfirskriftinni Bókablikk. Þar má sjá umfjöllun og sýnishorn úr efninu.

Næsti útgáfudagur verður 30. apríl 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bókaflokkurinn Börn í okkar heimi kemur út 30. apríl á útgáfudegi Menntamálastofnunar. Bókaflokkurinn samanstendur af 4 bókum. 

Eins og titlar bókanna bera með sér fjalla þær um málefni sem eru ofarlega á baugi um allan heim og reynast oft viðkvæm og flókin. 

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kennsluleiðbeiningar á vef mms.is
Kennsluleiðbeiningar með bókunum verða birtar á vef www.mms.is 30. apríl á útgáfudegi. Þær fylgja hverri bók, opnu fyrir opnu og samanstanda af hugmyndum að umræðuefni og verkefnum.

Nú er hægt að skrá sig á póstlista til að fá fréttir af öllu sem tengist námsefnisútgáfu Menntamálastofnunar.

Skráning á póstlistann

skrifað 28. MAR. 2019.