1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar.

Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 30. apríl 2019.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrsti, Annar og Þriðji Smellur
Þann 30. apríl kemur út þriðja og síðasta bókin í lesskilningi fyrir miðstig - Þriðji Smellur.

Í þessari bók er haldið áfram að vinna með lesskilning, orðaforða og lestur mismunandi texta. Þema bókarinnar er unglingurinn.

Á vef Menntamálastofnunar verða slóðir á brot úr sjónvarpsþáttum sem tengjast verkefnavinnu í bókunum.

Rafbækur með Fyrsta og Öðrum Smelli eru á vefnum okkar og er hægt að skoða með því að smella á myndirnar.

Smellið á Þriðja Smell til þess að fá sýnishorn úr nýjustu bókinni.

             

skrifað 01. APR. 2019.