1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

 

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar.

Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 30. apríl 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Töluboxið hennar ömmu og Rúna jafnar leikinn

Þann 30. apríl koma út tvær lestrarbækur fyrir byrjendur í lestri. 

Bækurnar fjalla um stærðfræðitengd viðfangsefni og tengja stærðfræði við daglegt líf nemenda á skemmtilegan hátt. 

          

Töluboxið hennar ömmu fjallar um flokkun.          Rúna jafnar leikinn fjallar um sléttar tölur og oddatölur.

Bækurnar nýtast:

  • kennurum við kennslu á nýju viðfangsefni í stærðfræði
  • nemendum við lestrarþjálfun og stærðfræðinám

-----------------------------------------------------------------------------------

Bókunum fylgja verkefnahefti á vef til útprentunar, hljóðbækur og flettibækur. 

 

skrifað 09. APR. 2019.