1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar.

Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 30. apríl 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Litla-Lesrún kemur út 30. apríl
Litla-Lesrún er nemendabók ætluð börnum í 2. bekk en getur einnig nýst eldri nemendum. Í bókinni eru fjölbreyttar textagerðir og lesskilningsverkefni.

Flestar verkefnagerðir eru endurteknar nokkrum sinnum og eru áherslur svipaðar og í seinni bókum Lesrúnar.

Pöndur, sæhestar, strútar og sniglar koma við sögu ásamt ofurhetjum og ormum. Unnið er með orð sem tengjast fatnaði, líkamanum og fleira.

Bókinni munu fylgja kennsluleiðbeiningar á vef.

Hér má sjá sýnishorn úr bókinni: 

 

skrifað 12. APR. 2019.