1. Forsíða
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar.

Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 30. apríl 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Galdraskólinn kemur út 30. apríl

Galdraskólinn er lestrarbók í flokknum Sestu og lestu. Efnið hentar börnum á yngsta og miðstigi sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Aftast í bókinni eru nokkur viðfangsefni og fróðleiksmolar sem tengjast galdratrú á Íslandi.
 
Bókinni munu fylgja lesskilningsverkefni til útprentunar. Í verkefnunum reynir á ályktunarhæfni og skilning, munnlega tjáningu, ritun og málfræði.
 
Smellið á bókina til að sjá sýnishorn.

 

skrifað 15. APR. 2019.