1. Forsíða
  2. Breyting á aðalnámskrá grunnskóla

Breyting á aðalnámskrá grunnskóla

Vakin er athygli á því að gerð hefur verið breyting á kafla 16.8 í gildandi aðalnámskrá grunnskóla þar sem fjallað er um undanþágu frá skyldunámi. Þar hefur nú verið felld úr gildi leiðbeinandi regla um undanþágur frá skólaíþróttum þar sem áður var kveðið á um að skólastjórum væri ekki heimilt að veita nemendum í 1.-7. bekk grunnskóla undanþágu frá skólaíþróttum vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi.

Auglýsing um breytinguna var birt í Stjórnartíðindum dags. 03.05.2019 undir númerinu 400/2019. Breytingin var gerð í kjölfar álit umboðsmanns Alþingis, mál nr. 9616/2018.

Til stendur að endurskoða kafla 16.8 í heild sinni og jafnframt að endurskoða kafla 16.1 eftir ákall frá skólasamfélaginu um skýrari viðmið um leyfisóskir og undanþágubeiðnir. Stefnt er að víðtæku samráði við skólasamfélagið um þær breytingar sem ráðist verður í.

skrifað 04. JúN. 2019.