1. Forsíða
  2. Dagleg lestrarstund er mikilvæg

Dagleg lestrarstund er mikilvæg

Læsi barna er samvinnuverkefni. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að eiga daglega lestrarstund til loka grunnskóla.

Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft í för með sér afturför í námi því fyrri þekking og færni gleymist sé henni ekki haldið við. 

Hér fyrir neðan eru sjö tillögur sem þið getið notað til að hjálpa barninu af stað í sumarlestrinum.

  1. Lesið um uppáhalds íþróttina
    Lesið saman bók eða stutta grein um uppáhalds íþrótt barnsins. Þið getið til dæmis lesið um uppáhalds íþróttamanninn eða konuna. 
  2. Lesið bók á ýmsum stöðum
    Það getur verið upplífgandi og skemmtilegt að breyta um staði til að lesa. Þið getið lesið saman bók úti, inni, uppi og niðri. 
  3. Leirið saman
    Búið til leir og mótiði stafi og orð saman. 
  4. Haldið dagbók
    Það er mikilvægt að hafa lærdóminn fjölbreyttann. Leyfðu barninu að skrifa og teikna upplfanir sínar. 
  5. Hlustið saman á hljóðbók
    Það getur aukið einbeitingu og hlustunargetu barna að hlusta á hljóðbækur
  6. Lærið ljóð saman
    Kenndu barninu stutt ljóð og farið með ljóðið saman, jafnvel á haus! 
  7. Veljið bók saman
    Veljið bók í sameiningu og lesið hana saman. Þið getið til dæmis lesið eina og eina blaðsíðu til skiptis.

Sæktu dagatal á íslenskuenglish eða polski.

 

skrifað 08. JúL. 2019.