1. Forsíða
  2. Dagur gegn einelti 8. nóvember

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Mánudaginn 8. nóvember nk. verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur. Heimili og skóli sér um umsýslu dagsins fyrir Menntamálastofnun og hafa samtökin hvatt skóla til að standa fyrir fræðslu, viðburðum eða táknrænum atburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu í tilefni dagsins.

Hvatningarverðlaun dags gegn einelti verða afhent við hátíðlega athöfn daginn eftir 9. nóvember, en fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum valdi verðlaunahafann úr innsendum tilnefningum.

 

skrifað 02. NóV. 2021.