1. Forsíða
  2. Desemberdagatal fyrir 1.– 4. bekk

Desemberdagatal fyrir 1.– 4. bekk

Desemberdagatölin eru tvö að þessu sinni og koma verkefnin úr smiðju Önnu Kristínar Arnarsdóttur og Svövu Þ. Hjaltalín grunnskólakennara.

Desemberdagatal 1 og 2 er einkum ætlað nemendum í 1. og 2. bekk. 

Desemberdagatal 3 og 4 miðast við nemendur í 3. og 4. bekk en gæti þó nýst eldri nemendum líka.

Verkefnin í báðum dagatölum tengjast stærðfræði, íslensku og skapandi vinnu. 

Kennarinn getur nálgast upplýsingar um markmið verkefnanna, hugmyndir að innlög og vinnu nemenda.

Undir verkefni er hægt að nálgast verkefni til útprentunar sem tilheyra hverjum degi.

Verkefnunum er hægt að varpa upp til útskýringar.

Góða skemmtun!

skrifað 29. NóV. 2018.