1. Forsíða
  2. Eðlisfræði 1, 2 og 3 nú sem rafbækur

Eðlisfræði 1, 2 og 3 nú sem rafbækur

Rafbækurnar eru í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf náttúrunnar og eru ætlaðar efstu bekkjum grunnskóla.

Eðlisfræði 1 - Í upphafi er fjallað um rafmagn, eðli þess og eiginleika. Þá kemur kafli um hljóð þar sem m.a. er lögð áhersla á hljóðið í umhverfi fólks. Því næst kemur kafli um varma og veður og lítillega er fjallað um massa og að lokum er kafli um eðli ljóssins og einkenni þar sem m.a. er fjallað um þróun ljósleiðaratækni, geislun og fleira. 

Eðlisfræði 2 - Bókin skiptist í fjóra meginkafla sem hver um sig skiptast í nokkra undirkafla. Þeir eru Kraftur og hreyfing, ÞrýstingurRafmagn og segulmagn og loks Orka og afl. Hver meginkafli skiptist í nokkra undirkafla. Í upphafi hvers kafla er stuttur inngangur, ásamt markmiðum kaflans og yfirliti. Ítarefni af ýmsum toga er í sérstökum rammaklausum. Í lok hvers undirkafla eru sjálfspróf.

Eðlisfræði 3 - Bókin skiptist í fjóra meginkafla sem hefst á opnu með stuttum inngangi og myndum, markmiðum kaflans og nánara efnisyfirliti. Hver kafli greinist svo í nokkra undirkafla. Fyrsti kafli er um kjarneðlisfræði. Í öðrum kafla er inntakið orkuöflun mannkyns. Þriðji kafli fjallar um sólkerfið og sá fjórði um alheiminn.

 

skrifað 05. DES. 2016.