1. Forsíða
  2. Einkunnir væntanlegar í næstu viku

Einkunnir væntanlegar í næstu viku

Skólastjórar munu fá aðgang að einkunnum nemenda á samræmdum könnunarprófum í næstu viku. Þeir munu fá tilkynningu um það þegar einkunnir verða aðgengilegar í Skólagátt.

Samkvæmt reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla skal Menntamálastofnun veita skólastjórum aðgang að einkunnum nemenda innan fjögurra vikna frá því að próf voru lögð fyrir. Þá skulu skólastjórar afhenda nemendum einkunnir eigi síðar en tveimur vikum eftir að þær hafa borist þeim. 

Samræmd könnunarpróf voru lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk dagana 7. - 10. mars. 

 

 

 

 

skrifað 28. MAR. 2017.