1. Forsíða
  2. Eitt skref í einu - lesfimiþjálfun

Eitt skref í einu - lesfimiþjálfun

Læsisverkefni Menntamálastofnunar hefur fengið höfundana Ásu Marin Hafsteinsdóttur og Arndísi Þórarinsdóttur til að semja nýtt efni, Eitt skref í einu, sem ætlað er til markvissrar lesfimiþjálfunar heima. Efnið skiptist í fimm stig og er hvert stig efni í fjögurra vikna þjálfun.

Efnið er hugsað fyrir nemendur á aldrinum 7-10 ára sem hafa góðar forsendur fyrir lestrarnám en þurfa að bæta sig. Sögurnar eru allar sjálfstæðar og höfða til nemenda á þessum aldri.

Á næstu dögum verður auglýst vinnustofa þar sem farið verður yfir notkun efnisins. Áætluð tímasetning vinnustofunnar er aðra vikuna í apríl undir lok dags.

Við hvetjum áhugasama kennara sem vilja tryggja sér pláss til að hafa samband á [email protected]

skrifað 23. MAR. 2018.