1. Forsíða
  2. Eitt skref í einu - nýtt efni til lesfimiþjálfunar

Eitt skref í einu - nýtt efni til lesfimiþjálfunar

Menntamálastofnun hefur nú gefið út lesfimiþjálfunarefnið Eitt skref í einu: Efni til lesfimiþjálfunar í samvinnu við heimilin. Efnið er ætlað nemendum á aldrinum sjö til tíu ára sem þurfa á lesfimiþjálfun að halda. Efnið samanstendur af kynningu, upplýsingum til kennara, fimm skemmtilegum sögum til þjálfunar, þrenns konar þjálfunarfyrirkomulagi og ýmsum öðrum hagnýtum og gagnlegum upplýsingum til kennara, foreldra og nemenda.

Menntamálastofnun hvetur skóla til að kynna sér efnið vel áður en það er tekið til notkunar og skoða með hvaða hætti það getur nýst best sem liður í aðgerðum til að bæta læsisárangur nemenda.

Efnið verður eingöngu gefið út rafrænt og er hægt að nálgast það á heimasíðu Menntamálastofnunar hér.

 

skrifað 09. OKT. 2018.