1. Forsíða
  2. Eitt skref í einu - vinnustofa

Eitt skref í einu - vinnustofa

Læsisverkefni Menntamálastofnunar hefur útbúið heildstætt efni, Eitt skref í einu, sem ætlað er til lesfimiþjálfunar í samvinnu skóla og heimilis. Efnið samanstendur af skemmtilegum, frumsömdum sögum ásamt ítarlegum leiðbeiningum um framkvæmd og eftirfylgni. Það er hugsað fyrir 7-10 ára nemendur sem hafa náð lesfimiviðmiði 1 og hafa góðar forsendur til að bæta sig enn frekar. Efnið skiptist í fimm stig og er hvert stig efni í fjögurra vikna markvissa þjálfun sem fer fram heima með eftirfylgni kennara.

Efnið verður kynnt á vinnustofu hjá Menntamálastofnun að Víkurhvarfi 3 mánudaginn 9. apríl næstkomandi milli kl. 14:30-16:00. Á vinnustofunni verður fjallað stuttlega um eðli og gildi góðrar lesfimi, hlutverk foreldra í læsisnámi barna og hvernig megi virkja þá betur og loks verður farið ítarlega yfir þjálfunarefnið Eitt skref í einu. Vinnustofan er kennurum að kostnaðarlausu og verða léttar veitingar í boði.

Eitt af hlutverkum læsisverkefnis MMS er að leita leiða til að aðstoða kennara í viðleitni þeirra við að efla læsi nemenda og því skiptir endurgjöf og reynsla þeirra miklu máli fyrir verkefnið.

Við viljum hvetja áhugasama kennara til að tilkynna þátttöku sína á vinnustofuna með því að senda póst á [email protected] fyrir föstudaginn 5. apríl.

skrifað 28. MAR. 2018.