1. Forsíða
  2. Eitt skref í einu - vinnustofa um lesfimiþjálfun

Eitt skref í einu - vinnustofa um lesfimiþjálfun

Góð mæting var á vinnustofu sem Menntamálastofnun hélt í gær en 33 kennarar nýttu sér kynningu á námsefninu Eitt skref í einu.

Eitt skref í einu er heildstætt efni sem ætlað er til lesfimiþjálfunar í samvinnu skóla og heimilis og samanstendur af skemmtilegum, frumsömdum sögum ásamt ítarlegum leiðbeiningum um framkvæmd og eftirfylgni.

Vinnustofan var afar vel heppnuð og voru bæði fulltrúar Menntamálastofnunar og þátttakendur ánægðir með hana. Eitt af hlutverkum læsisverkefnis Menntamálastofnunar er að leita leiða til að aðstoða kennara í viðleitni þeirra við að efla læsi nemenda en einn megin tilgangur vinnustofunnar var að fá endurgjöf frá kennurum varðandi efnið.

Þar sem færri komust að en vildu mun Menntamálastofnun bjóða upp á annað námskeið um sama efni í haust.

 

     

 

 

 

 

 

skrifað 10. APR. 2018.