1. Forsíða
  2. Endurfyrirlögn samræmdra könnunarprófa lokið

Endurfyrirlögn samræmdra könnunarprófa lokið

Endurfyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku og ensku í 9. bekk fór fram dagana 30. apríl til 11. maí. Vegna þeirra annmarka sem voru á fyrirlögn prófanna í mars síðastliðnum bauðst öllum nemendum í 9. bekk að þreyta könnunarprófin að nýju.  Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur í 112 skólum þreytt prófin, en 15 skólar munu leggja prófin fyrir næsta haust.  

Í 9. bekk eru rúmlega 4.000 nemendur en um helmingur þeirra lauk prófi í mars og fékk niðurstöðu úr þeim prófum. Við endurfyrirlögnina núna þreyttu  569 nemendur próf í íslensku og 736 í ensku.

Fyrirlögnin gekk í heildina vel og engir annmarkar voru í prófakerfi. Fáein vandamál komu upp sem lutu að tæknibúnaði og innskráningu í skólum og voru þau öll leyst farsællega á skömmum tíma.

Starfsfólk Menntamálastofnunar þakkar starfsmönnum skóla, nemendum og foreldrum fyrir gott samstarf við fyrirlögnina.

skrifað 11. MAí. 2018.