Það er hverjum manni nauðsynlegt að halda við þekkingu sinni og færni til þess að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, ekki síst á tímum örra tæknibreytinga og nýrra atvinnuhátta. Það reynist hins vegar ekki öllum jafn auðvelt. Þetta virðist einkum erfitt fyrir einstaklinga sem komnir eru á fullorðinsaldur (25-64 ára) en eru með stutta formlega skólagöngu að baki. En hvað hafa þjóðir Evrópu gert á undanförnum árum til að auðvelda fullorðnu fólki að afla sér nýrrar þekkingar og færni?
Í nýútkominni Eurydice-skýrslunni er leitað svara við þessari spurningu.