Í þessari stuttu samantekt Eurydice samstarfsins er yfirlit yfir lengd skyldunáms í Evrópu. Í samantektinni Compulsory Education in Europe – 2021/22. Eurydice Facts and Figures, má einnig skoða á hvaða aldri nemendur eru þegar skyldunám hefst og hvenær því lýkur. Í meirihluta þátttökuríkja er skylda að ljúka að minnsta kosti einu námsári á leikskólastigi (ISCED 0) áður en annað skyldunám hefst. Í samantektinni kemur fram að skyldunám barna hefst við þriggja ára aldur í Frakkland og í Ungverjalandi. Aftur á móti hefst skyldunám í Eistlandi og í Króatíu við sjö ára aldur.