Hvernig eru menntakerfi Evrópu uppbyggð? Hvenær byrja börn í evrópskum grunnskólum í skyldunámi og hvenær lýkur grunnskólagöngunni? Í samantekt Eurydice samstarfsins The Structure of the European Education Systems má finna yfirlit yfir menntakerfi í Evrópu, allt frá leikskóla til háskólastigs fyrir skólaárið 2021/2022. Upplýsingar eru settar fram í skýringarmyndum sem sýna hvernig menntakerfin eru skipulögð í hverju landi fyrir sig. Samantektin nær til 39 menntakerfa í 37 Evrópulöndum.