1. Forsíða
  2. Falskar fréttir um texta í PISA

Falskar fréttir um texta í PISA

Menntamálastofnun vill koma því á framfæri að texti sem sagður er vera úr lesskilningshluta PISA og er í umræðunni á netinu var ekki notaður árið 2015. Textinn er tekinn úr dæmahefti sem Námsmatsstofnun gaf út og var til þess fallinn að gefa mynd af uppbyggingu PISA spurninga.

Eins og segir fremst í heftinu: „Spurningarnar sem birtar eru hér eru frá PISA 2000 eingöngu en þá var aðallega metinn lesskilningur. Flestar þeirra voru eingöngu forprófaðar en ekki valdar í aðalprófið en þó eru einnig nokkrar sem notaðar voru í aðalprófinu“.

Það liggur í hlutarins eðli að verkefni sem eru illa þýdd og illa unnin eru ekki notuð í aðalprófi. 

skrifað 09. DES. 2016.