1. Forsíða
  2. Fín þátttaka á opnu húsi

Fín þátttaka á opnu húsi

Starfsfólk Menntamálastofnunar þakkar öllum þeim sem komu á kynningar á opnu húsi stofnunarinnar í gær. Fín þátttaka var á opna húsinu en ríflega 350 manns voru á kynningunum. Annað árið í röð var boðið upp á rafrænar kynningar og tókst það vel til.

Markmið með opnu húsi er að kynna nýútkomið námsefni og fleira efna fyrir kennurum og öðru skólafólki.

Kynningarnar voru teknar upp og verða gerðar aðgengilegar á vefnum innan skamms.

Við minnum á Kynningarskrá okkar sem inniheldur allt útgefið efni námsefni og Fræðslugátt þar sem má finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar.

skrifað 20. áGú. 2021.