Hörkuduglegir nemar í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hafa unnið undanfarna mánuði að því að uppfæra Fingrafimi 1 sem er vefur sem kennir fingrafimi. Nú er því hægt að heimsækja Magga mink líka í spjaldtölvum.
Það voru þau Heiðar Bergmann Sigurjónsson, Carlos Ragnar Kárason og Sara Kristjánsdóttir sem uppfærðu vefinn og var það hluti af lokaverkefni þeirra í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík.
Notendur ættu ekki að verða varir við breytingar en Menntamálastofnun vill þó um fram allt fá upplýsingar frá notendum ef eitthvað virkar ekki sem skyldi.