1. Forsíða
  2. Fjarfundir í aðdraganda samræmdra könnunarprófa

Fjarfundir í aðdraganda samræmdra könnunarprófa

Menntamálastofnun ætlar að bjóða uppá reglulega fjarfundi vegna samræmdra könnunarprófa. Fundir þessir eru ætlaðir til að veita góðar upplýsingar og svara öllum fyrirspurnum starfsmanna skóla.

Fyrsti fundurinn er miðvikudaginn 16. ágúst. Hver fundur hefst á stuttu yfirliti  um ákveðna liði framkvæmdarinnar, til dæmis stuðningsúrræði, tæknimál, framkvæmd í prófviku eða fleiri atriði. Að þessu sinni verður farið yfir helstu atriði er lúta að skráningu nemenda og stuðningsúrræða í Skólagátt. Eftir það munu þátttakendur geta sent inn fyrirspurnir varðandi prófin og framkvæmd þeirra. Spurningar þurfa ekki að takmarkast við það efni sem kynnt verður sérstaklega á hverjum fundi.

Næsti fjarfundur verður haldinn 21. ágúst og síðan áfram reglulegir fundir fram í lok september. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected] og fáið í kjölfarið senda slóð með fjarfundinum.

 

skrifað 15. áGú. 2017.