1. Forsíða
  2. Fjarfundir vegna birtingarmynda í Skólagátt

Fjarfundir vegna birtingarmynda í Skólagátt

Í kjölfar mikillar þróunarvinnu í samvinnu við skólasamfélagið hafa nýjar og endurbættar birtingarmyndir í Skólagátt litið dagsins ljós. Þar geta notendur séð niðurstöður lesfimiprófa settar fram á margvíslegan hátt.

Til að kynna birtingarmyndirnar verður haldnir tveir kynningarfundir fyrir skólastjórnendur, haghafa og kennara með fjarfundarsniði. Sá fyrri verður kl. 15:00 miðvikudaginn 29. nóvember og sá seinni verður kl. 10:30 fimmtudaginn 30. nóvember. Þar verður farið yfir nýju birtingarmyndirnar og hvernig þær geta nýst, auk þess að svara fyrirspurnum.

Áhugasamir sendi tilkynningu um þátttöku á netfangið [email protected].

skrifað 28. NóV. 2017.