Þú ert hér

Fjarfundir vegna samræmdra könnunarprófa

Í aðdraganda samræmdra könnunarprófa er mikilvægt að koma sem bestum upplýsingum til skólanna varðandi undirbúning og framkvæmd prófanna.

Menntamálastofnun hefur því brugðið á það ráð að bjóða upp á reglulega fjarfundi. Þar halda sérfræðingar stutta kynningu en að henni lokinni gefst þátttakendum kostur á að senda inn fyrirspurnir sem verður svarað. Fundirnir eru hugsaðir fyrir þá sem koma að undirbúningi, framkvæmd og fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í grunnskólum.

Skipulag fundanna má sjá hér. Borist hafa beiðnir um að halda fjarfundi seinnipart dags og mun Menntamálastofnun verða við þeim óskum. Næsti fundur verður fimmtudaginn 24. ágúst kl. 14:30. 

Áhugasamir sendi tilkynningu um þátttöku á netfangið gunnhildur.steinarsdottir@mms.is

skrifað 23. áGú. 2017.