Eins og áður býður Menntamálastofnun upp á reglulega fjarfundi vegna samræmdra könnunarprófa. Þar halda sérfræðingar stutta kynningu en að henni lokinni gefst þátttakendum kostur á að senda inn fyrirspurnir sem verður svarað. Fundirnir eru opnir öllum.
Áhugasamir sendi tilkynningu um þátttöku á netfangið [email protected]
Dagsetningar fjarfunda:
5. og 7. febrúar kl. 14:30
Áhersla á nemendaskráningu, stuðningsúrræði og undanþágur. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.
12. og 14. febrúar kl. 14:30
Uppbygging prófa. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.
19. og 21. febrúar kl. 14:30
Stutt yfirlit um uppsetningu á tölvum og tækjamál. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.
26. og 28. febrúar kl. 14:30
Framkvæmd í prófaviku. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.
5. mars kl. 14:30
Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.