1. Forsíða
  2. Fjöldi gesta fagnaði útgáfudegi

Fjöldi gesta fagnaði útgáfudegi

Ánægjulegt var að upplifa hvað margir lögðu leið sína til okkar í Menntamálastofnun þriðjudaginn 30. apríl til að fagna útgáfudegi að vori með starfsfólki, höfundum og myndskreytum.

Gestum gafst tækifæri til að kíkja á nýtt námsefni og ræða við höfunda, ritstjóra og annað starfsfólk Menntamálastofnunar.

Erling R. Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs bauð gesti velkomna og fjallaði um hvað felst í gerð námsefnis. Auk þess hvatti hann gesti til að taka með sér námsefni sem var til sýnis.

Þá flutti stúlknakórinn Graduale Liberi nokkur lög fyrir gesti undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur, við mikinn fögnuð viðstaddra. Þessar sumarlegu stúlkur sungu inn sumarið fyrir gesti.  

Starfsfólk Menntamálastofnunar þakkar öllum þeim sem litu við og kynntu sér það nýjasta í námsefnisútgáfunni, þáðu veitingar og gerðu daginn ánægjulegan í alla staði. 

Útgáfudagur að hausti verður haldinn 6. nóvember 2019.

Útgáfubæklingur vorið 2019

         

       

         

 

skrifað 02. MAí. 2019.