1. Forsíða
  2. Fjölmargir lögðu leið sína á opið hús 19. ágúst

Fjölmargir lögðu leið sína á opið hús 19. ágúst

Starfsfólk Menntamálastofnunar þakkar þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína á opið hús hjá stofnuninni 19. ágúst.

Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á opið hús í upphafi skólaárs. Markmið með opnu húsi  er að kynna nýútkomið námsefni fyrir kennurum og öðru skólafólki sem og að spjalla yfir kaffi og kruðeríi, segja gestum frá starfsemi Menntamálastofnunar og heyra þeirra sjónarmið.

Sett var upp sýning með þeim fjölmörgu titlum sem komu út á síðasta skólaári og gátu gestir fengið með sér sýniseintök af námsefni til þess að kynna sér enn betur innihald þess. Auk þess var boðið upp á örkynningar á nýjum titlum þar sem meðal annars var farið yfir tilurð námsefnisins, hugmyndafræðina sem liggur að baki og notkunarmöguleika þess.

Við höldum ótrauð áfram við að framleiða vandað námsefni og hlökkum til að kynna það fyrir grunnskólakennurum á næsta útgáfudegi Menntamálastofnunar sem verður miðvikudaginn 6. nóvember 2019.

Hér má nálgast bækling þar sem nýjasta námsefni Menntamálastofnunar er kynnt

          

          

skrifað 20. áGú. 2019.