1. Forsíða
  2. Flokkun námsefnis fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT)

Flokkun námsefnis fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT)

Grunnskólakennarar flokkuðu nýlega útgefið efni Menntamálastofnunar eftir því hve vel það hentar til náms og kennslu ÍSAT nemenda. Námsefnið er flokkað fyrir byrjendur, lengra komna eða lengst komna í námi á öllum stigum grunnskólans og ratar sumt af því í alla flokkana. Það er von okkar að flokkunin muni koma kennurum að góðu gagni en hana má finna hér.

Ábendingar um annað námsefni Menntamálastofnunar sem ekki er getið hér, en nýtist vel í þágu ÍSAT nemenda, væru vel þegnar og má koma þeim á framfæri í tölvupósti til [email protected] 

Einnig er bent á að annað efni sem snýr að námi og kennslu ÍSAT nemenda mun verða aðgengilegt hér á vef stofnunarinnar undir Þjónusta.

 

 

 

 

 

skrifað 07. FEB. 2019.