1. Forsíða
  2. Forinnritun í framhaldsskóla er lokið

Forinnritun í framhaldsskóla er lokið

Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla fyrir haustönn 2017 lauk 10. apríl síðastliðinn. Alls bárust umsóknir frá 88% nemenda.

Í umsóknarferlinu sækja nemendur um tvo skóla og velja sér jafnframt tvær námsbrautir innan hvors skóla fyrir sig. Flestar umsóknir bárust til Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólans í Reykjavík, Menntaskólans í Reykjavík og  Menntaskólans við Sund. Taflan hér að neðan sýnir fjölda umsókna í vali eitt og tvö og laus nýnemapláss í þeim skólum sem fengu flestar umsóknir í forinnrituninni. 

Lokainnritun fyrir þá sem eru að útskrifast úr grunnskólum vorið 2017 er dagana 4. maí til 9. júní 2017. Hafi val nemenda sem tóku þátt í forinnritun ekki breyst áður en til lokainnritunar kemur gildir sú umsókn sem þeir settu inn á forinnritunartímabilinu. 

  Fyrsta val Annað val Samtals Nýnemapláss 2017
Verzlunarskóli Íslands 482 162 644 280
Kvennaskólinn í Reykjavík 240 309 549 200
Menntaskólinn í Reykjavík 231 149 380 250
Menntaskólinn við Sund 223 289 512 150
Tækniskólinn 221 238 459 380
Menntaskólinn við Hamrahlíð 217 249 466 300
Borgarholtsskóli 216 226 442 225
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 154 354 508 170
Menntaskólinn á Akureyri 217 104 321 215
Verkmenntaskólinn á Akureyri 165 230 395 200
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 205 71 276 243

 

skrifað 18. APR. 2017.