1. Forsíða
  2. Fræðslugátt | Kærkominn vettvangur fyrir rafrænt námsefni

Fræðslugátt | Kærkominn vettvangur fyrir rafrænt námsefni

Nú er vika liðin frá því að Fræðslugátt Menntamálastofnunar var sett í loftið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu brugðumst við hratt við þörfinni fyrir betra aðgengi að rafrænu efni fyrir skólasamfélagið og heimilin. 

Heimsóknartölur sýna okkur að Fræðslugáttin er kærkominn vettvangur fyrir þá sem sinna fræðsluskyldu nemenda sem og nemendur sjálfa. Það er von okkar að Fræðslugáttin fari sem víðast og er öllum því frjálst að deila henni að vild.

Fræðslugáttinni er skipt upp eftir yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi og veitir hún aðgang að fjölmörgum rafbókum, hljóðbókum og fræðslumyndum sem auðvelt er að nálgast.

Allar hugmyndir að efni sem vert væri að vista í Fræðslugáttinni eru vel þegnar og óskast sendar á [email protected].

 

skrifað 24. MAR. 2020.