Fræðslugátt Menntamálastofnunar verður kynnt í rafrænum Menntabúðum 26. mars kl. 15-17:30.
Áhersla menntabúðanna er á fjar- og netkennslu og notkun upplýsingatækni í námi og samskiptum við þær óvenjulegu aðstæður sem nú eru uppi.
Vertu með í að læra af og með kollegum þínum hvar sem er á landinu!
Allar upplýsingar um dagskrá og tengil í Zoom fjarfundarbúnað er undir viðburðinum Menntabúðir á neti fyrir skólafólk.