1. Forsíða
  2. Framlengdur frestur á lesfimi- og stuðningsprófum

Framlengdur frestur á lesfimi- og stuðningsprófum

Þar sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir og samkomutakmarkanir sem hafa áhrif á skólastarf verið framlengdar út janúar mun skráningarfrestur fyrir lesfimi- og stuðningspróf (sjónrænn orðaforði og orðleysulestur) vera framlengdur til miðnættis 14. febrúar næstkomandi.  

Lesfimi- og stuðningsprófin eru valkvæð matstæki sem skólastjórnendur og kennarar ákveða sjálfir hvort að þeir nýti í skólastarfi. Við viljum hvetja þá sem stefna á því að leggja prófin fyrir í þessari lotu að virkja sem flesta kennara til að koma að fyrirlögn þeirra og huga að því að hefja fyrirlögn sem fyrst þar sem frekari röskun getur orðið á skólastarfi vegna Covid-19. 

Tölvupóstur þess efnis hefur verið sendur á alla grunnskóla og skólaskrifstofur landsins.

skrifað 13. JAN. 2022.