1. Forsíða
  2. Framtíðarstefna um samræmt námsmat

Framtíðarstefna um samræmt námsmat

Starfshópur um samræmd könnunarpróf hefur skilað tillögum um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa til mennta- og menningarmálaráðherra.

Starfshópurinn leggur til að þróað verði heildstætt safn matstækja sem í grundvallaratriðum hafi sama markmið og samræmd könnunarpróf og komi í stað þeirra. Lagt er til að matstæki verði þróuð í ýmsum námsgreinum með áherslu á fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni. Lesferill Menntamálastofnunar er nefndur sem dæmi um hentuga leið til námsmats.

Sjá má tillögur starfshópsins í skýrslu hans en þær eru nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

skrifað 06. FEB. 2020.