1. Forsíða
  2. Frír aðgangur að kennslumyndböndum í stærðfræði í boði Studyhax

Frír aðgangur að kennslumyndböndum í stærðfræði í boði Studyhax

Í apríl stendur nemendum til boða frír aðgangur að íslenskum kennslumyndböndum í stærðfræði. Myndböndin eru ætluð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði.

Á vefnum Studyhax er hægt að velja um tvö námskeið sem eru í boði, Stærðfræði fyrir 10. bekk og Stærðfræði fyrir 9. bekk, og skrá sig þar inn. Þá opnast aðgangur að kennslumyndbandasafni.

Athugið að ekki þarf að fara í innskráningu efst heldur beint inn í námskeið sem óskað er eftir.

skrifað 01. APR. 2020.