1. Forsíða
  2. Fyrirlagnartímabil lesfimiprófa er rúmlega hálfnað

Fyrirlagnartímabil lesfimiprófa er rúmlega hálfnað

Nú er fyrirlagnartímabil lesfimiprófa Lesferils rúmlega hálfnað og margir skólar þegar búnir að skrá niðurstöður í Skólagátt. Minnt er á að opið er fyrir innskráningu niðurstaðna lesfimiprófa til miðnættis 30. september og ekki er hægt að skrá inn niðurstöður eftir það.

Eins og áður hefur komið fram eru lesfimiprófin valfrjáls möguleiki fyrir kennara en mælt er með notkun þeirra til að efla skólastarf. Prófin eru fyrst og fremst hugsuð sem verkfæri fyrir viðkomandi skóla og kennara til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Niðurstöður prófanna gera öllum í skólasamfélaginu kleift að leggja mat á árangur og auðvelda endurskoðun markmiða í kjölfarið.

Því er mjög mikilvægt að fara eftir stöðluðum fyrirmælum við fyrirlagnir og hreyfa ekki við útliti texta á prófblöðum á nokkurn hátt.

Ábendingar og fyrirspurnir má senda á [email protected]

skrifað 20. SEP. 2018.