1. Forsíða
  2. Fyrirlögn og skráning lesfimiprófa

Fyrirlögn og skráning lesfimiprófa

Nokkuð er um að kennarar spyrji um hvort margnota kennarablöð, þar sem bæði úttalin orð og atkvæði eru gefin upp, eigi ekki að fylgja lesfimiprófunum inni í Skólagátt.  

Þau blöð voru höfð með í haust því þá var ekki hægt að sjá niðurstöður lesfimiprófanna strax við skráningu. Það er ekki þörf fyrir blöðin lengur þar sem niðurstöður fyrir hvern nemenda birtast nú strax við skráningu sem lesin orð á mínútu.
 
Kjósi kennarar að skoða stöðu nemenda sem lesin atkvæði á mínútu þá má margfalda lesinn orðafjölda á mínútu með 1,6 fyrir 1. og 2. bekk og með 1,7 fyrir 3. – 10. bekk.
 
Skólagátt er enn í þróun og er birting niðurstaðna lesfimiprófa því ekki komin í það horf sem stefnt er að.

Niðurstöður þar sem kennarar geta séð allan hópinn í einu excelskjali verða ekki aðgengilegar fyrr en í lok janúar.
 

skrifað 05. JAN. 2017.