1. Forsíða
  2. Fyrirspurnatímar vegna samræmdra könnunarprófa

Fyrirspurnatímar vegna samræmdra könnunarprófa

Líkt og áður munum Menntamálastofnun bjóða upp á fyrirspurnartíma eða fjarfundi í aðdraganda samræmdra könnunarprófa. Þar geta starfsmenn skóla átt samtal við starfsmenn Menntamálastofnunar, lagt fram fyrirspurnir og fengið svör við þeim.

Þessir fyrirspurnatímar hafa gefist vel og eru upplýsandi fyrir alla aðila. Við hvetjum umsjónaraðila prófa, kennara, tölvufólk og aðra til að tengjast fundunum og koma með spurningar um undirbúning prófanna.

Fyrirspurnartímar verða haldnir eftirtalda daga:

Mánudaginn 11. febrúar, kl. 14:30
Miðvikudaginn 20. febrúar, kl. 14:30
Mánudaginn 25. febrúar, kl. 14:30
Mánudaginn 4. mars, kl. 14:30
Miðvikudaginn 6. mars, kl. 14:30

Þeir sem vilja taka þátt í fundunum eru beðnir að tilkynna þátttöku sína með því að senda tölvupóst á [email protected]

skrifað 11. FEB. 2019.